Vakinn

Velkomin til Vottunarstofunnar Túns

Markmið Túns er að veita vottunarþjónustu sem uppfyllir strangar kröfur um starfshætti þar sem óhlutdrægni og fagmennska eru í fyrirrúmi.

Í aldarfjórðung (1994-2019) hefur Tún leitt þróun sjálfbærnivottunar á Íslandi á grundvelli alþjóðlegra staðla og faggildingar.

Á því tímabili hefur fjöldi íslenskra fyrirtækja í mörgum atvinnugreinum hlotið vottun Túns til framleiðslu lífrænna afurða og náttúrulegra aðfanga, sjálfbærra fiskveiða og rekjanleika afurða, samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunarkröfum.

Viðurkenning Túns samkvæmt kröfum Vakans

Frá og með 1. febrúar 2019 eiga fyrirtæki í ferðaþjónustu kost á að sækja um viðurkenningu Túns samkvæmt kröfum Vakans – gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar, sem Ferðamálastofa gefur út (sjá www.vakinn.is).

Vottunarstofan Tún býður fyrirtæki þitt velkomið í hóp þeirra sem leita viðurkenningar óháðs aðila til að sannprófa framfarir ykkar í gæða- og umhverfismálum. Þeir sem uppfylla viðmið Vakans fá heimild til að nota gæðamerki þessa kerfis í markaðssetningu þjónustu sinnar.

Með þátttöku í Vakanum stuðla ábyrg ferðaþjónustufyrirtæki að mælanlegum framförum á sviði umhverfisverndar, bættri ímynd gagnvart viðskiptavinum, öruggara starfsumhverfi fyrir starfsfólk og viðskiptavini, og aukinni sjálfbærni ferðaþjónustu á Íslandi í heild sinni.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur