IFOAM-Alþjóðasamtök lífrænna landbúnaðarhreyfinga

Alþjóðasamtök lífrænna landbúnaðarhreyfinga (International Federation of Organic Agriculture Movements – IFOAM) eru regnhlífarsamtök framleiðenda og þjónustuaðila í meir en 100 löndum heims sem vinna að framgangi lífrænna aðferða í landbúnaði og matvælaframleiðslu.

IFOAM standa fyrir umfangsmikilli þróunarvinnu og stefnumótun, ráðstefnuhaldi og útgáfustarfsemi á þessu sviði. Á vegum IFOAM starfa einnig svæða- og málefnahópar, t.d. Evrópusambandshópur IFOAM sem tekur virkan þátt í mótun stefnu og reglugerða ESB um þennan málaflokk.

Vottunarstofan Tún er meðlimur í IFOAM. Sjá nánar um samtökin á heimasíðu þeirra, www.ifoam.org.