Innlent og erlent samstarf

  • Matvælastofnun (mast.is) er lögbær aðili um framkvæmd reglugerða um lífræna landbúnaðarframleiðslu hér á landi. MAST heyrir undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Tún á þar af leiðandi margvísleg samskipti við þessar tvær stofnanir um framkvæmd eftirlits og túlkun reglugerða.
  • Auk hefðbundinna hlutverka hefur Tún frá upphafi annast þróunar- og fræðsluverkefni á sínum sviðum. Meðal helstu þátta í þeim efnum eru námskeið í samvinnu við fagaðila og framleiðendur, fræðsluverkefni á Grænlandi og í Færeyjum, byggðaþróunarverkefni, og rannsóknir og stefnumótun á sviði lífrænnar framleiðslu sem birt var í merkri pdf skýrslu sem út kom árið 2006 í samvinnu við Byggðastofnun, Staðardagskrá 21 og Iðnaðarráðuneytið.

Tún tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi vottunarstofa á sínum sviðum, norrænu og baltnesku samstarfi á sviði vottunar lífrænna afurða, og samstarfi við vottunarstofur í Bretlandi og í Bandaríkjunum um eftirlit og úttektir.