Lífræn gæði

Hugtakið „lífræn gæði“ er tilvísun í niðurstöður fjölþættra rannsókna á eðli og áhrifum lífrænna aðferða, þ.e. á umhverfi framleiðslunnar, grunnvatn, jarðveg og gróður, villt dýralíf og búfé, bændur, verkafólk og neytendur.

Meðal stofnana sem rannsakað hafa lífrænar aðferðir og áhrif þeirra eru The Organic Centre og Rodale Institute í Bandaríkjunum, FiBl í Sviss, Elm Farm Research Centre í Englandi og Quality Low Input Food (QLIF) verkefnið við Newcastle háskóla í sama landi.