QLIF

Um nokkurt skeið hefur staðið yfir umfangsmikið rannsóknarverkefni sem miðar að því að kanna áhrif lífrænna aðferða á umhverfi, jarðveg, búfé, vörugæði og á heilsufar þeirra sem neyta lífrænna afurða. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu.

Tugir rannsóknarstofnana, m.a. við marga virta háskóla Evrópu, taka þátt í verkefninu, sem er stýrt frá Newcastle háskóla. Þegar hafa niðurstöður margra rannsóknarverkefna verið kynntar og gefa þær sterkar vísbendingar um að lífrænar aðferðir skili miklum ávinningi fyrir umhverfi, vörugæði og alhliða heilbrigði fæðukeðjunnar.

Verkefnið ber nafnið Quality Low Input Food (QLIF) og eru allir áhugasamir hvattir til að kynna sér heimasíðu þess, www.qlif.org.