Reglur um lífræna framleiðslu

Vottunarstofan Tún gefur út reglur um lífrænar aðferðir í framleiðslu landbúnaðar- og náttúruafurða. Reglur Túns miðast við íslenskar og evrópskar lagareglur um sama efni.

Þar sem alþjóðlegum reglum sleppir og enn skortir viðmið hefur Tún þróað eigin reglur, til dæmis um lagargróður og þörunga, fiskeldi og fiskirækt, ylræktun matjurta og um matreiðslu lífrænna veitinga.

Á sviðum lagargróðurs og ylræktar hafa reglur Túns orðið  fyrirmynd og leiðandi í fjölþjóðastarfi við mótun sameiginlegra viðmiða fyrir lönd Evrópusambandsins og EES.

Reglur Túns má panta með því að senda skeyti á tun@tun.is.