Reglur um sjálfbærar sjávarnytjar (MSC)

Vottunarstofan Tún annast vottun sjálfbærrar nýtingar fiskistofna og rekjanleika sjávarafurða samkvæmt vottunarreglum Marine Stewardship Council (MSC).

MSC vottun er útbreiddasta og mest hagnýtta vottunarkerfi á sviði sjálfbærra sjávarnytja. Nokkrir helstu nytjastofnar við Ísland eru nú MSC vottaðir og á annað hundrað íslenskra fyrirtækja eru vottuð til vinnslu á og viðskipta með MSC vottaðar afurðir.

Reglur MSC um sjálfbærar sjávarnytjar má nálgast á heimasíðu MSC (www.msc.org) eða með því að senda fyrirspurn til Túns (tun@tun.is).