Rekstur og fjármögnun

Vottunarþjónusta Túns er fjármögnuð með gjöldum sem innheimt eru fyrir vinnu við úttektir og eftirlit.

Gjöld eru ákveðin í samræmi við umfang þeirrar starfsemi sem sótt er um vottun á og þar með þá vinnu sem leggja þarf af mörkum til að úttektir og eftirlit uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til samræmismats faggildra stofa.

Auk þess hafa margir aðilar lagt gjörva hönd á plóg með beinum og óbeinum hætti, sjálfboðastarfi o.fl., við uppbyggingu vottunarþjónustu félagsins og hin ýmsu þróunarverkefni sem félagið hefur unnið að allt frá stofnun þess árið 1994.

Nánari upplýsingar um eftirlitsgjöld má fá með því að senda tölvupóst á tun@tun.is.