Sjálfbærar fiskveiðar

Villtur fiskur í sjó og vötnum er takmörkuð auðlind en endurnýjanleg ef aðgát er höfð við umgengni um hana og nýtingu. Gífurlegt álag hefur verið á marga nytjastofna og á sumum veiðisvæðum hafa veiðar hrunið um lengri eða skemmri tíma vegna ofveiði.

Vegna þessa hefur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna  (UN Food and Agriculture Organisation – FAO) samið viðmiðunarreglur um sjálfbærar fiskveiðar (FAO Code of Conduct for Responsible Fisheries). Þær hafa síðan verið hagnýttar við þróun vottunarkerfa á borð við Marine Stewardship Council.

Ísland á gríðarlegra hagsmuna að gæta að auðlindir hafsins séu sannanlega nýttar með sjálfbærum hætti. Markaðir Íslendinga fyrir villtan fisk gera í vaxandi mæli kröfur um að fiskafurðir séu veiddar úr vottuðum sjálfbærum fiskistofnum.

Vottunarstofan Tún annast vottun og eftirlit með sjálfbærum sjávarnytjum samkvæmt viðmiðunarreglum Marine Stewardship Council (MSC).

Nánari upplýsingar veita starfsmenn Túns.