Vottunarskrár

Vottunarskrá – Listi yfir vottaða framleiðendur lífrænna afurða og náttúruafurða/aðfanga

Vottunarstofan Tún heldur skrá um vottaða framleiðendur lífrænna afurða og náttúruafurða/aðfanga. Vottunarskrá er uppfærð jafnóðum og breytingar verða, þ.e. ef nýjir framleiðendur bætast í hóp vottunarhafa eða ef einhver vottunarhafi er tekinn af skrá um vottaða aðila.

Vottunarskrá Túns er í þremur hlutum (sjá nýjustu uppfærslur á pdf-skjölum fyrir neðan):

  • Vottunarskrá frumframleiðslu: Framleiðslueiningar í landnýtingu, jarðyrkju, matjurtarækt, búfjárrækt, fiskeldi og söfnun villtra plantna.
  • Vottunarskrá vinnslustöðva: Vinnslustöðvar sem vinna úr lífrænum hráefnum, pakka, endurpakka, endurmerkja og flytja inn lífrænar vörur.
  • Vottunarskrá náttúruafurða og aðfanga: Söfnunar- og vinnslustöðvar afurða sem ekki teljast lífrænar en byggja á sjálfbærum náttúrunytjum og eru leyfileg aðföng í lífrænni framleiðslu.

Vottunarskrár:

pdf Vottunarskrá Lífrænn landbúnaður

pdf Vottunarskrá Vinnslustöðvar lífrænna afurða

pdf Vottunarskrá Náttúruafurðir