Vottunarstofan Tún

Vottunarstofan Tún var stofnuð árið 1994. Bændur í lífrænni ræktun, samtök neytenda og verslunar, sveitarfélög, heilsu- og byggðaþróunarfélög í samvinnu við áhugasama og fórnfúsa einstaklinga og fyrirtæki skópu grunninn að því sem nú er leiðandi félag á sviði lífrænnar og sjálfbærrar þróunar, staðla og vottunar.

Vottunarstofan Tún hefur átt ríkan þátt í lífrænni þróun hér á landi og hefur einnig átt frumkvæði að því að kynna lífrænar aðferðir á Grænlandi og í Færeyjum. Tún hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna í vottun sjálfbærra sjávarnytja innan íslensku fiskveiðilandhelginnar.

Saga

Hlutverk

Innlent og erlent samstarf

Skipulag

Starfsmenn og stjórn

Rekstur og fjármögnun