
Velkomin til Vottunarstofunnar Túns
Tún er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu ásamt ferðaþjónustu. Markmið Túns er að veita gæðaþjónustu til framleiðenda í landbúnaði, sjávarútvegi og vinnslu náttúrulegra afurða auk ferðaþjónustuaðila með hvort heldur með gistingu eða afþreyingu.
Tún er þróunarfélag í þágu almannahagsmuna og vinnur að nýsköpun matvælaframleiðslu og náttúrunytja í samræmi við alþjóðlega staðla um tillitsemi við lífríki og náttúru. Siðfræði sjálfbærrar þróunar og heilbrigðis allrar lífkeðjunnar eru megin leiðarljós í þjónustu Túns.
Tún hefur aðsetur í Reykjavík en þjónar viðskiptavinum óháð búsetu eða þjóðerni og starfar náið með sambærilegum vottunarstofum í öðrum löndum.