EarthCheck þjónusta á Íslandi
Tún er úttektaraðili á Íslandi fyrir EarthCheck sjálfbærnivottunarkerfin. Öll ráðgjöf, þjónusta og sala á þjónustu fer í gegnum EarthCheck og getur Tún ekki veitt upplýsingar um kostnað eða annað sem viðkemur öðru en úttektunum sjálfum.
EarthCheck er alþjóðlegt sjálfbærnivottunarmerki með fjölbreytt úrval lausna sem flestar byggja á vísindalegum grunni hagnýtra viðmiða (e. benchmarking) viðkomandi sviðs og landfræðilegri legu þátttakenda.
Á heimasíðu EarthCheck er að finna alla þá þjónustu sem boðið er uppá.